Pages

Tuesday 24 November 2009

sjórinn og ég

Hæhæhæ alltaf nóg að gera hjá mér, var í teikningu í síðustu viku rosalega skemmtilegt, læri helling og þægileg tilbreyting, svo var teiknimaraþon á laugardaginn, svo ég er alveg búin með teiknikvótann í bili. Þá teiknuðum við crouqie, fyrri hlutann af deginum, fengum þá tvö nakin módel, aldraðan karl og unga konu. Mér finnst ekkert sérstakt að teikna crouqie, allt þarf að vera svo nákvæmt og fullkomið en seinni hlutann af deginum, þá komu tvær stelpur og gerðu gjörning. Þær fóru í allskonar búininga, settu á sig vængi og límdu plasthunda á hvor aðra. Það var alveg ótrúlega sérstakt og rosalega gaman að teikna.



Næstu tvær vikurnar erum við í textíl svo að útfæra okkar lokaverkefni. Sem er einnig sjálfvalið verkefni, og eigum að ákveða sjálfar innblástur, efni, aðferðir og gera tímaáætlun.

198

201

197

Ég ákvað að minn innblástur skildi vera sjórinn, og ég ætla að læra að gera rapport print. Sem er semsagt svona munsturprint. Þetta er munstrið sem ég ætla að nota og það er teiknað eftir myndinni að ofan þar sem sjórinn er að skvettast.

061

067
Er búin að gera rammann klárann svo ég þarf að bíða til morguns til að lýsa hann með myndinno, svo ég er búin að gera efnið klárt, þarf að vera voða nákvæmt, 20x20 svo allt takist eins og á að takast. Þegar ég er búin að þrykkja á allt efnið ætla ég svo að sauma buxur úr því, buxur undir..


undir þennann kraga, en þar sem svona hvítt og fínt líkist ekkert sjó ákvað ég að leika mér og sulla svolítið, rosalega skemmtilegt.

035
Ég fékk að fylla svona stóran pott af málningardufti, fyrst setti ég bláann og dýfði kraganum aðeins ofaní, bætti svo rauðum út í og dýfði svo aftur.

040
Þetta er nú ekki góð mynd, hann er nú ekki alveg tilbúin ennþá. Er samt alveg rosalega ánægð með útkomuna á litunum.

009
044
Í lok þessara tveggja vikna ætla ég að vera með þrjá mismunandi kraga/hálsmen og einar buxur, og þetta er semsagt byrjunin á nr. 2.

060

Á morgun ætlum við víst að föndra jólaskraut með Eva og Mette, kennurunum, en okkur er sagt að búast við að það sé öðruvísi en maður er vanur svo það er spennandi að sjá. Einnig er skrýtið að seigja að ég er orðin frekar ryðguð í íslenskunni, þurfti að nota google translator fyrir nokkur orð sem ég ætlaði að skrifa hérna því ég gat bara engann veginn munað hvað orðin væru á íslensku. Um helgina verður svo heimferðarhelgi hjá flestum, held það verði bara notalegt hjá okkur sem verðum hérna eftir, erum búin að fara á fund með eldhússtýrunum og ákveða fullt af góðum mat sem við ætlum að elda, og svo er ró og næði yfir í textílsmiðju til að vinna að verkefninu :)
yfir og út!

065
Er svo með fjólubláar hendur núna eftir allt sullið. hehe

No comments:

Post a Comment